0

Mynd: UFC með nýtt belti

UFC hefur látið endurhanna beltið sitt sem meistarar fá. Sigurvegari bardagans á milli T.J. Dillashaw og Henry Cejudo mun því fá glænýtt belti um mittið.

UFC ætlaði að frumsýna nýja beltið á UFC 232 í lok desember en þar sem bardagakvöldið var flutt milli fylkja sex dögum fyrir bardagann varð ekkert úr þeim plönum. Nýja beltið var því frumsýnt í dag á samfélagsmiðlum.

Merkingarnar á nýja beltinu hafa ýmsa þýðingu og eru meðal annars fánar þeirra landa sem hafa átt meistara.

Beltið er kallað Legacy belti og eru þegar skiptar skoðanir um útlit þess.

Nýja beltið er að sögn UFC þrefalt verðmætara en fyrra beltið. Hvert belti verður hannað sérstaklega fyrir hvern meistara eftir þjóðerni hans, þyngdarflokki og fjölda titilvarna. Hver meistari mun því ekki lengur fá nýtt belti fyrir hvern titilbardaga og mun sama belti vera uppfært fyrir hverja titilvörn.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.