spot_img
Thursday, November 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Afrísk glímustjarna með vel heppnaða frumraun í MMA

Myndband: Afrísk glímustjarna með vel heppnaða frumraun í MMA

Ares FC var með sitt fyrsta bardagakvöld um helgina. Bardagakvöldið fór fram í Senegal og var heimamaður stjarna kvöldsins.

Fyrsta bardagakvöld Ares FC fór fram í Senegal á laugardaginn. Bardagasamtökin ætla að halda bardagakvöld í Afríku og Frakklandi til að búa til vettvang fyrir upprennandi bardagamenn frá Afríku og Frakklandi til að keppa á. Ares FC vonast til að búa til framtíðar bardagamenn fyrir stærri bardagasamtök eins og UFC og Bellator.

Á fyrsta bardagakvöldinu barðist Oumar Kane, kallaður Reug Reug, sinn fyrsta MMA bardaga. Kane er ósigraður þungavigtarmeistari í senegalskri glímu sem kallast laamb. Kane er nokkuð þekktur í Senegal og var mikil spenna fyrir frumraun hans í MMA. Kane hefur ferðast til New York til að æfa MMA en í laamb eru einnig högg með fellunum og var hann því ágætlega undirbúinn fyrir frumraun sína í MMA.

Kane mætti Sofiane Boukichou (6-3 fyrir bardagann) frá Frakklandi og fékk sá franski flugferð í 1. lotu.

Aðferð Kane við að losna úr Kimura taki verður sennilega ekki kennd á byrjendanámskeiðum í glímu en virkaði.

Kane náði síðan að rota Boukichou í 2. lotu en krafturinn bar tæknina ofurliði.

Fyrsta bardagakvöld Ares FC endaði reyndar ekki alveg nógu vel þar sem rakinn var of mikill í Dakar þetta kvöld og þurfti því að hætta við nokkra bardaga.

Hægt er að sjá meira af bardaganum hér.

https://www.youtube.com/watch?v=0tuctQoZ9qQ
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular