spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Allt brjálað í Mexíkó þegar aðalbardaginn var dæmdur ógildur

Myndband: Allt brjálað í Mexíkó þegar aðalbardaginn var dæmdur ógildur

UFC var með bardagakvöld í Mexíkó í gær sem fór ekki eins og vonir stóðu til. Aðalbardaginn var stöðvaður eftir aðeins 15 sekúndur og var dæmdur ógildur.

Þeir Yair Rodriguez og Jeremy Stephens mættust í aðalbardaganum í Mexíkóborg. Eftir aðeins 15 sekúndur í 1. lotu varð Stephens fyrir augnpoti. Gera þurfti hlé á bardaganum en eftir fimm mínútur gat Stephens ekki enn opnað augað. Bardaginn var þar af leiðandi dæmdur ógildur þar sem Stephens gat ekki haldið áfram.

Rodriguez var ósáttur en áhorfendur í Mexíkóborg voru æfir. Rusli og aðskotahlutum var kastað í Stephens í búrinu og var farið með hann strax úr búrinu. Á leið úr búrinu héldu áhorfendur áfram að kasta hlutum í hann.

Stephens fékk djúpa skrámu og slæmt mar á vinstra augað eftir augnpotið. Stephens lagði til að þeir myndu mætast aftur eftir nokkrar vikur þegar hann væri búinn að jafna sig.

Þetta var óheppilegur endir á bardaganum en Stephens dvaldi í 6 vikur í Mexíkóborg í undirbúningi sínum fyrir bardagann til að venjast loftslaginu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular