spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Bónorð í vigtuninni í gær

Myndband: Bónorð í vigtuninni í gær

Alex NicholsonAlex Nicholson berst sinn fyrsta bardaga í UFC í kvöld. Í vigtuninni í gær bað hann kærustunnar áður en hann steig á vigtina.

Alex Nicholson mætir Misha Cirkunov í kvöld á UFC Fight Night 82 bardagakvöldinu. Bardaginn fer fram í léttþungavigt og verður á aðalhluta bardagakvöldsins sem hefst kl 3 í nótt á Stöð 2 Sport.

Hvernig sem fer í kvöld verður erfitt að toppa næstu vigtun hans í UFC enda bað hann kærustunnar sinnar í gær rétt áður en hann steig á vigtina. Hún sagði auðvitað já og mun Nicholson eflaust vonast eftir sigri í kvöld í trúlofunargjöf.

Við höfum áður séð bardagamenn fara á hnén og biðja kærustunnar eftir bardaga en aldrei áður í vigtuninni í UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular