Saturday, May 18, 2024
HomeErlentMyndband: Brast í grát er hann heyrði af samningsboði frá UFC

Myndband: Brast í grát er hann heyrði af samningsboði frá UFC

brett_johnsVelski bardagamaðurinn Brett Johns samdi nýlega við UFC. Þegar hann heyrði af samningsboðinu frá UFC brast hann hreinlega í grát.

Brett Johns er 12-0 í MMA og einn af þeim efnilegustu á Bretlandseyjum. Hann mun berjast við Kwan Ho Kwak á UFC bardagakvöldinu í Beflast þann 19. nóvember.

Umboðsmaður hans póstaði þessu skemmtilega myndbandi er hann tilkynnti honum að hann væri kominn í UFC. Johns hefur lengi unnið að því að komast í UFC og hefur nú loksins náð því.

Johns hefur einfaldlega þurft að búa í bardagaklúbbnum sínum til að geta lifað og sofið á köldum dýnunum. Hann gafst þó aldrei upp og verður gaman að fylgjast með honum í Belfast í nóvember.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular