spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Conor æfir í Las Vegas

Myndband: Conor æfir í Las Vegas

Conor McGregor hefur dvalið í Las Vegas síðustu daga fyrir bardaga sinn gegn Donald Cerrone næstu helgi. Conor fékk plötusnúð á æfingu til að halda uppi stuðinu.

Þeir Conor McGregor og Donald ‘Cowboy’ Cerrone mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC 246 þann 18. janúar. Bardaginn fer fram í Las Vegas og var Conor kominn til Las Vegas snemma í janúar ásamt föruneyti sínu.

Conor æfir í UFC Performance Institute í Las Vegas síðustu dagana fyrir bardagann og fékk til sín DJ Bissett til að halda uppi fjörinu á æfingu á dögunum.

Conor birti myndband af æfingunum sínum í Vegas á samfélagsmiðlum sínum. Í myndbandinu er Conor á púðunum hjá Bra Brady og Phil Sutcliffe frá Crumlin Boxing Club en þar byrjaði Conor að boxa á sínum tíma. Þá sést hann einnig með Owen Roddy sem hefur lengi verið einn af þjálfurum hans.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular