Conor McGregor var í Bandaríkjunum í síðustu viku. Þar þurfti hann að sinna nokkrum málum en skellti sér einnig á smá boxæfingu.
Samkvæmt Ariel Helwani ætlaði Conor að afgreiða sektina sem hann skuldaði íþróttasambandi Nevada fylki, eiga fund með UFC og hitta Floyd Mayweather og hans fólk. Mikið hefur verið rætt um mögulegan bardaga þeirra Floyd og Conor en það er sá bardagi sem heillar Conor mest þessa stundina.
Á boxæfingunni hitti hann írska boxarann Michael Conlan sem býr sig undir sinn fyrsta atvinnubardaga í næsta mánuði.