spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Conor um UFC 200, Floyd Mayweather og fleira

Myndband: Conor um UFC 200, Floyd Mayweather og fleira

Conor McGregor var í áhugaverðu viðtali við ESPN á dögunum. Í viðtalinu talaði hann loksins um UFC 200 og þegar hann sagðist vera hættur.

Eftir að Conor McGregor lýsti því yfir á Twitter að hann væri hættur í MMA varð allt vitlaust í MMA heiminum. Hann var síðar tekinn af UFC 200 bardagakvöldinu þar sem hann neitaði að sinna öllum fjölmiðlaskyldum sínum.

„Þetta var opinber borgarastyrjöld. Ég var að ganga í gegnum ákveðna hluti og vildi bara einbeita mér að æfingunum,“ segir Conor McGregor um deilur sínar og UFC.

Því hefur verið haldið fram að ósætti sé á milli McGregor og UFC. Írinn neitar þeim orðrómi og UFC hefur sömuleiðis gert það. McGregor vildi ekki sinna fjölmiðlatengdum skyldum sínum af jafn miklum mæli og UFC vildi.

„Ég skilaði ykkur bara 400 milljón dollurum í kassann í síðustu viku. Ég hugsaði stundum að ég hefði bara átt að fara í þetta flug [til Bandaríkjanna]. En stundum verður þú að gera það sem er best fyrir þig en ekki það sem er best fyrir aðra. Sérstaklega ef þú hefur gert það sem er best fyrir hina milljón sinnum.“

Í myndbandinu hér að neðan talar hann um deilurnar.

https://www.youtube.com/watch?v=U2ZcqDQDwQE

Í viðtalinu við ESPN talar hann einnig um fráfall bardagamannsins Joao Carvalho. Það hafði áhrif á ákvörðun McGregor að halda sig frá fjölmiðlum.

„Það voru blaðamenn bankandi á dyrnar hjá mömmu. Ég vil ekki að fólk sé að banka upp á hjá mömmu til að tala um strák sem dó. Það samþykki ég ekki. Það er ekki gott að sjá strák deyja svona. Það gerir manni eitthvað. Það er ömurlegt að vera hluti af því og ég vildi ekki tala aftur um þetta til að vekja enn meiri athygli á þessu,“ segir McGregor.

„Ég vildi ekki vera látinn dansa fyrir framan myndavél eftir allt þetta. Ég bara vildi það ekki.“

Conor McGregor hefur verið orðaður við bardaga við Floyd Mayweather og tjáði hann sig um bardagann hér. McGregor segir að Mayweather þarfnist sín.

https://www.youtube.com/watch?v=xxLJhdtf7kM

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular