spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Darren Till sýnir bakvið tjöldin í niðurskurðinum

Myndband: Darren Till sýnir bakvið tjöldin í niðurskurðinum

Darren Till náði ekki tilsettri þyngd fyrir bardaga sinn gegn Stephen Thompson um síðustu helgi. Hér birtir Till myndband af því sem gerðist bakvið tjöldin í niðurskurðinum þar sem hann sést í einfaldlega hræðilegu ástandi.

Darren Till var 174,5 pund (79,3 kg) í vigtuninni en hefði þurft að vera 171 pund (77,7 kg) eða minna. Hann þurfti svo aftur að vigta sig inn á keppnisdegi og átti að vera undir 188 pundum (85,3 kg). Till viðurkenndi eftir bardagann að það hefði verið erfitt en Till hefur haldið því fram að hann sé um 90 kg (198 pund) þegar hann berst.

Í þessu myndbroti má sjá Till máttlausan eftir niðurskurð og á einum tímapunkti kvaðst hann ekki sjá vegna þurrkunar. Eins og kom fram um síðustu helgi þurfti Till að gera hlé á niðurskurðinum vegna neyðartilfellis en sagðist ekki hafa neinar afsakanir eftir að hafa klikkað á vigtinni. Till ætlar að halda áfram að berjast í þessum þyngdarflokki.

Veðmálasíðan Paddy Power birti myndbandið upphaflega en skömmu síðar tóku þeir myndbandið út. Internetið gleymir ekki og er myndbandið komið aftur upp.

https://www.youtube.com/watch?v=qHEKObMK0bo

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular