0

Darren Till klifrar upp í 2. sæti á nýjum styrkleikalista

Darren Till

Darren Till er hástökkvari vikunnar á nýjum styrkleikalista UFC sem kom út í gær. Till fer upp í 2. sæti listans eftir sigurinn á Stephen Thompson um síðustu helgi.

Styrkleikalistinn er samansettur af fjölmiðlamönnum víðs vegar um heiminn og kemur nýr listi nokkrum dögum eftir hvern viðburð UFC. Þar raða fjölmiðlamenn 15 bestu áskorendunum á eftir meistaranum í hverjum flokki fyrir sig.

Í síðustu viku var Darren Till í 8. sæti styrkleikalistans en eftir sigurinn er hann kominn í 2. sæti. Stephen Thompson fer á sama tíma úr 1. sæti í það 3. og Rafael dos Anjos er nú áskorandi nr. 1 á eftir meistaranum Tyron Woodley.

Hástökk Till þykir nokkuð umdeilt enda náði hann ekki tilsettri þyngd fyrir bardagann gegn Thompson. Sigurinn var því tæknilega séð ekki beint í veltivigt og þá var sigurinn gríðarlega tæpur en fölmargir töldu að Thompson hefði unnið.

Styrkleikalistinn er jafnan umdeildur enda eru fjölmiðlamennirnir sem setja saman styrkleikalistann ekki hátt skrifaðir í MMA heiminum og flestir á minni miðlum. Þá hefur fjölmiðlamönnunum sem setja saman listan fækkað töluvert á undangengnum árum enda ekki allir fjölmiðlamenn sem vilja setja nafn sitt við listann.

Gunnar Nelson situr sem fastast í 12. sæti en Neil Magny, sem Gunnar átti að mæta áður en hann meiddist, fer upp um eitt sæti eftir sigurinn á hinum óþekkta Craig White um síðustu helgi. Styrkleikalistann í veltivigtinni má sjá í heild sinni hér að neðan.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.