Ansi sérstakt atvik hefur skotið upp kollinum á síðustu dögum. Bardagamaður datt úr lið og hjálpaði andstæðingurinn honum að koma öxlinni aftur í lið.
Atvikið átti sér stað á Mannheimer Hafenkeilerei 5 í Þýskalandi í október. Þar mættust þeir Paata Tsxapelia og Arkadiusz Wroblewski en eftir villta yfirhandar hægri hjá Wroblewski datt vinstri öxlin úr lið!
Paata Tsxapelia sýndi þá mikið drenglyndi og kom öxlinni aftur á sinn stað. Þeir héldu svo áfram að berjast og sigraði Paata eftir tæknilegt rothögg í 1. lotu.