spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Einhentur svartbeltingur á erfitt með að fá sinn fyrsta atvinnubardaga

Myndband: Einhentur svartbeltingur á erfitt með að fá sinn fyrsta atvinnubardaga

Geoff Villarreal er einhentur bardagamaður sem reynir nú að berjast sinn fyrsta atvinnubardaga. Villarreal hefur sigrast á ótrúlegum erfiðleikum en á í vandræðum með að finna andstæðing.

Geoff Villarreal er svart belti í brasilísku jiu-jitsu og er búinn með nokkra áhugamannabardaga í MMA. Hann hefur átt í erfiðleikum með að fá sinn fyrsta atvinnubardaga enda margir hætt við að berjast við hann.

Villarreal fæddist einhentur og hefur ekki látið það hafa mikil áhrif á sig. Þegar hann var unglingur greindist hann með sjaldgæfan lifrasjúkdóm en flestir sem greinast með hann falla frá innan tíu ára. Nú eru 13 ára liðin frá því hann greindist og er hann við góða heilsu. Enn eitt áfallið kom þegar hann greindist með krabbamein í eistum.

Villarreal er ekki eini einhenti bardagamaðurinn sem við höfum séð en Nick Newell átti farsælan MMA feril (13-1) áður en hann lagði hanskana á hilluna 2015.

 

Hér má sjá áhugavert myndband sem segir sögu Geoff Villarreal.

https://www.youtube.com/watch?v=bt90rICKn6o

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular