Thursday, October 3, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentStephen Thompson ætlar að snúa aftur í september - vill Nick Diaz

Stephen Thompson ætlar að snúa aftur í september – vill Nick Diaz

Stephen Thompson hefur verið orðaður við bardaga við Gunnar Nelson. Thompson gekkst nýlega undir aðgerð og býst ekki við að geta barist fyrr en í september.

Stephen Thompson tapaði titilbardaga sínum í veltivigt gegn Tyron Woodley í síðasta mánuði. Eftir bardagann fór hann í aðgerð á liðþófa og ætlar að taka sér nægan tíma áður en hann snýr aftur í búrið.

„Ég verð kominn aftur innan skamms. Læknarnir sögðu mér að ég gæti barist í september. Það gefur mér nægan tíma til að jafna mig [eftir aðgerðina] og góðan undirbúning fyrir næsta bardaga. Ég ætla að setja alla mína orku í að jafna mig eftir aðgerðina í stað þess að snúa aftur of snemma og meiða mig aftur,“ sagði Thompson við Champions.co.

Thompson langaði mest að berjast við Robbie Lawler næst en Lawler hefur nú verið bókaður gegn Donald Cerrone á UFC 213. Fyrst Lawler er bókaður er Nick Diaz sá sem Thompson langar mest að fá. „Það væri standandi stríð. Hann er ekki týpan sem reynir að ná fellum og bardaginn myndi bara fara fram standandi. Það væri skemmtilegur bardagi, það væri mjög skemmtilegur bardagi í endurkomunni.“

Nick Diaz er ekki sá eini sem hann vill fá. „Condit, ég veit ekki hvort hann sé hættur eða ekki en ég myndi elska að berjast við hann. Maia eða Masvidal, ég veit að þeir eru að berjast bráðum en annar hvor þeirra væri líka góður andstæðingur.“

Gunnar Nelson er spenntur fyrir því að fá bardaga gegn Thompson en karatestrákurinn var ekkert svo spenntur fyrir því er hann var spurður út í mögulegan bardaga gegn okkar manni í The MMA Hour þættinum.

Núna virðist hann aðeins vera að hitna fyrir þeirri hugmynd. „Ég veit að Gunnar Nelson óskaði eftir bardaga gegn mér og hann hefur farið upp styrkleikalistann í 9. sæti. Hann var ekki á radarnum mínum af því að síðustu tveir topp 10 andstæðingar hans hafa unnið hann. En ég veit að við munum mætast fyrr eða seinna. Hann er að vinna sig upp styrkleikalistann og hann er frábær bardagalistamaður. Ef ég fæ engan í topp fimm gætum við verið að horfa á Stephen Thompson gegn Gunnar Nelson bardaga, aldrei að vita.“

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular