Friday, March 29, 2024
HomeErlentAnthony Johnson kvartar yfir vigtun Cormier og vill að hann verði sviptur...

Anthony Johnson kvartar yfir vigtun Cormier og vill að hann verði sviptur titlinum

Anthony Johnson og hans lið hefur formlega sent inn kvörtun vegna vigtunar Daniel Cormier fyrir UFC 210. Johnson vill að Cormier verði sviptur titlinum.

Johnson sendi inn kvörtunina til íþróttasambands New York (NYSAC, New York State Athletic Commission) í vikunni en þetta staðfestir MMA Fighting.

Í aðdraganda bardaga þeirra Daniel Cormier og Anthony Johnson var Daniel Cormier yfir léttþungavigtarhámarkinu, eða 206,2 pund. Cormier var svo mættur aftur á vigtina rúmum tveimur mínutum síðar og náði 205 punda markinu. Cormier virðist hafa stutt sig við handklæði sem notað var til að hylja hann.

Hefði Cormier ekki náð vigt hefði bardaginn ekki verið upp á léttþungavigtartitilinn og Cormier hefði þurft að láta 20% af launum sínum renna til Johnson. Þess vegna hefur teymi Johnson farið fram á að málið verði tekið til skoðunar en þetta kemur fram í frétt ESPN.

„Það var brotið á réttindum Anthony og við munum ráðfæra okkur við lögfræðinga og fara réttar leiðir í þessu máli. Allir sáu hvað var í gangi. Hvernig er hægt að léttast um 1,2 pund á tveimur mínútum?“ sagði Ali

Johnson og hans teymi vilja að Cormier greiði Johnson 20% launa sinna og að hann verði sviptur titlinum sínum.

„Verði Hr. Cormier fundinn sekur um brot er ljóst að hann á yfir höfði sér refsingu. Hann ætti í hið minnsta að greiða Anthony Johnson 20% launa sinna og ætti að vera sviptur léttþungavigtartitli sínum fyrir að ná ekki vigt þann 8. apríl 2017,“ segir í kvörtuninni sem MMA Fighting barst.

Það verður áhugavert að fylgjast með framvindu þessa máls en Anthony Johnson hætti óvænt eftir tapið gegn Cormier. Fyrir bardagann kvaðst honum vera slétt sama um vigtunina og var ánægður með að bardaginn væri ennþá titilbardagi. Atvikið sem um ræðir má sjá hér að neðan.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular