Sunday, April 21, 2024
HomeErlentMarlon Moraes semur við UFC og mætir Raphael Assuncao

Marlon Moraes semur við UFC og mætir Raphael Assuncao

Fyrrum bantamvigtarmeistari WSOF, Marlon Moraes, hefur samið við UFC. Moraes mætir Raphael Assuncao á UFC 212 í sumar.

Marlon Moraes (18-4-1) hefur lengi verið sagður besti bantamvigtarmaður heims utan UFC. Nú fær hann tækifæri á að sýna sig meðal þeirra bestu og fær verðugan andstæðing í frumraun sinni. Frá þessu greinir MMA Fighting.

Moraes hefur unnið 13 bardaga í röð og klárað átta þeirra. Samningur hans við World Series of Fighting rann út seint á síðasta ári og hafa samningaviðræður við UFC staðið yfir í dágóðan tíma.

Moraes mætir Raphael Assuncao sem er í 3. sæti á styrkleikalista UFC í bantamvigtinni. Assuncao hefur unnið átta af síðustu níu bardögum sínum í UFC en eina tapið kom gegn T.J. Dillashaw.

Brassarnir mætast á UFC 212 sem fer fram þann 3. júní í Ríó. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Jose Aldo og Max Holloway.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular