Thursday, October 3, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFjórir Íslendingar berjast í Færeyjum 6. maí

Fjórir Íslendingar berjast í Færeyjum 6. maí

North Atlantic Fight NightFjórir Mjölnismenn munu berjast á MMA bardagakvöldi í Færeyjum þann 6. maí. Bardagakvöldið kallast North Atlantic Fight Night en tveir Íslendingar munu berjast sinn fyrsta MMA bardaga.

Bjartur Guðlaugsson (1-2) berst sinn fjórða MMA bardaga en hann barðist síðast á Evrópumótinu í Prag í nóvember. Bjartur mætir Frederik Strauss (4-0) frá Danmörku en bardaginn fer fram í fjaðurvigt.

Bjartur.
Mynd: Mjölnir/Sóllilja Baltasardóttir.

Björn Þorleifur Þorleifsson (1-1) barðist einnig á Evrópumótinu síðast en hann vann sinn fyrsta MMA bardaga eftir aðeins 50 sekúndur í fyrra. Björn mætir Dananum Erhan Okuroglu frá Rumble Sports Academy í millivigt en þetta verður fyrsti MMA bardaginn hans.

Björn Þorleifur.
Mynd: Mjölnir/Sóllilja Baltasardóttir.

Björn Lúkas Haraldsson mun keppa sinn fyrsta MMA bardaga á kvöldinu. Björn hefur mikla keppnisreynslu úr júdó, tækvondó og BJJ og tekur nú sinn fyrsta MMA bardaga. Björn Lúkas mætir Håvar Hobbesland (1-1) frá Frontline Academy í Noregi.

Björn Lúkas.
Mynd: Mjölnir/Sóllilja Baltasardóttir.

Rétt eins og Björn Lúkas mun Þorgrímur Þórarinsson berjast sinn fyrsta MMA bardaga. Hann mætir Tony Høj Nielsen sem hefur barist tvo bardaga en báðir verið dæmdir jafntefli sem er nokkuð sérstakt. Bardaginn fer fram í veltivigt en Nielsen kemur frá Siam MMA í Danmörku.

Þorgrímur.
Mynd: Mjölnir/Sóllilja Baltasardóttir.

Þetta verður í fyrsta sinn sem Íslendingar berjast í MMA í Færeyjum og merkilegt að Íslendingar þurfi að fara til Færeyja til að fá að berjast í MMA.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular