spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Fedor rotaði Rampage

Myndband: Fedor rotaði Rampage

Bellator 237 fór fram í Japan í gær. Þeir Fedor Emelianenko og Quinton ‘Rampage’ Jackson mættust í aðalbardaga kvöldsins.

Þeir Fedor og Rampage eru báðir komnir af léttasta skeiði. Rampage átti sín bestu ár í léttþungavigt en hefur verið í þungavigt síðustu ár. Rampage var 265 pund eða 120 kg í vigtuninni á föstudaginn en Fedor var 15 pundum léttari.

Fedor var mun betri í bardaganum og raðaði inn höggunum á Rampage. Þegar 1. lota var hálfnuð rotaði Fedor Rampage með góðri hægri.

Í fyrstu var talið að Fedor hefði hætt eftir bardagann en í viðtölum baksviðs sagðist hann vilja berjast tvo bardaga í viðbót.

Michael ‘Venom’ Page náði enn einu rothögginu gegn lítt þekktum andstæðingum. Page rotaði Shinsho Azai í 2. lotu.

Michael Chandler vann síðan Sidney Outlaw með rothöggi í 1. lotu. Chandler átti upphaflega að mæta Benson Henderson en Henderson þurfti að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular