Bellator 237 fór fram í Japan í gær. Þeir Fedor Emelianenko og Quinton ‘Rampage’ Jackson mættust í aðalbardaga kvöldsins.
Þeir Fedor og Rampage eru báðir komnir af léttasta skeiði. Rampage átti sín bestu ár í léttþungavigt en hefur verið í þungavigt síðustu ár. Rampage var 265 pund eða 120 kg í vigtuninni á föstudaginn en Fedor var 15 pundum léttari.
Fedor var mun betri í bardaganum og raðaði inn höggunum á Rampage. Þegar 1. lota var hálfnuð rotaði Fedor Rampage með góðri hægri.
👊@FedorOskol is out here looking for first blood!#BellatorJapan pic.twitter.com/Fiqbhc54BW
— Bellator MMA (@BellatorMMA) December 29, 2019
Fedor with the walk-off KO! #BellatorJapan pic.twitter.com/Wg6Ge4gEgu
— Bellator MMA (@BellatorMMA) December 29, 2019
Í fyrstu var talið að Fedor hefði hætt eftir bardagann en í viðtölum baksviðs sagðist hann vilja berjast tvo bardaga í viðbót.
Michael ‘Venom’ Page náði enn einu rothögginu gegn lítt þekktum andstæðingum. Page rotaði Shinsho Azai í 2. lotu.
.@MichaelPage247 flattened Shinsho Anzai for his third @BellatorMMA knockout win in 92 days. 🐍 #Bellator237
— MMA Junkie (@MMAjunkie) December 29, 2019
Full recap: https://t.co/ErWFrTJlLP pic.twitter.com/hIWexuYxOM
Michael Chandler vann síðan Sidney Outlaw með rothöggi í 1. lotu. Chandler átti upphaflega að mæta Benson Henderson en Henderson þurfti að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla.
Straight right by @MikeChandlerMMA folded him 😳 (via @BellatorMMA) pic.twitter.com/u37yaazGMc
— ESPN MMA (@espnmma) December 29, 2019