Thursday, April 18, 2024
HomeErlentMyndband: Francisco Trinaldo æfir blindandi

Myndband: Francisco Trinaldo æfir blindandi

Francisco Trinaldo hefur unnið sex bardaga í röð í léttvigt UFC. Óhætt er að segja að nýjasta æfingaaðferð hans sé undarleg þar sem hann æfir blindandi.

Þjálfari hans, André Dida, lét Trinaldo og æfingafélaga hans „sparra“ með bundið fyrir augun. Þetta gerði þjálfarinn til að æfa Trinaldo í að hlusta á þjálfarann sinn.

Þetta er í sjálfu sér ekki svo heimskuleg hugsun en það er kannski óþarfi hjá Trinaldo að kýla af svo miklum krafti þegar hvorki hann né æfingafélaginn sjá höggin. Það er bara ávísun á rothögg.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular