spot_img
Monday, December 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Fyrsti bardagi Conor McGregor

Myndband: Fyrsti bardagi Conor McGregor

Allir byrja einhvers staðar og hér að neðan má sjá fyrsta bardaga írans Conor McGregor. Bardaginn var áhugamannabardagi og fór fram þann 17. febrúar árið 2007.

Árið 2007 var Conor McGregor ungur strákur með stóra drauma. Á myndbandinu er hann nánast óþekkjanlegur frá því sem við erum vön að sjá í dag. Augljóslega hefur hann tekið stórtækum framförum en McGregor er þekktur fyrir forvitni sína í bardagalistum og er alltaf tilbúinn að þróa sinn leik. Hér að neðan má sjá upphafið á þróuninni.

McGregor hefur auðvitað breyst gífurlega frá þessum árum en á þessum tíma var hann engu að síður að leitast eftir rothögginu snemma. Hann beitir vinstri höndinni ótt og títt líkt og hann gerir í dag en McGregor er auðvitað talsvert tæknilega betri nú.

Þarna er hann aðeins 18 ára gamall og skartar stórum bláum buxum. Samkvæmt Sherdog var þetta fyrsti og eini áhugamannabardagi McGregor en hans næsti bardagi var atvinnumannabardagi.

Það eru eflaust fáir sem myndu vilja mæta Conor McGregor í sínum fyrsta bardaga en sú var raunin fyrir Ciaran Campbell. Bardaginn gegn McGregor reyndist vera hans fyrsti og síðasti bardagi á MMA ferlinum svo vitað sé (hann er aðeins með einn bardaga skráðan í Sherdog gagnabankanum).

https://www.youtube.com/watch?v=tEMC0JFNz5g

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular