spot_img
Sunday, October 6, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGæti bardagakvöldið í Dublin litið svona út?

Gæti bardagakvöldið í Dublin litið svona út?

Gunnar Nelson
Gunnar Nelson eftir sigurinn í Dublin í fyrra. Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

UFC mun heimsækja Dublin í þriðja sinn þann 24. október. Gunnar Nelson hefur lýst yfir áhuga á að berjast á bardagakvöldinu en ekkert hefur verið staðfest í þeim fregnum. Hér kíkjum við á hvernig bardagakvöldið gæti litið út.

Bardagakvöldið er svo kallað Fight Pass kvöld þar sem allir bardagarnir verða sýndir á Fight Pass rás UFC. Á þeim kvöldum eru fjórir bardagar á aðalhluta bardagakvöldsins og samtals 10-12 bardagar á kvöldinu.

Gunnar Nelson gæti mætt Stephen Thompson í aðalbardaga kvöldsins. Það yrði frábær bardagi en Thompson er í 9. sæti styrkleikalistans á meðan Gunnar er í því 11. Það yrði spennandi viðureign og gæti hæglega verið aðalbardagi kvöldsins enda Gunnar mjög vinsæll í Írlandi.

UFC gæti þó ákveðið að hafa eldri kempur í aðalbardaganum. Eftir sigur Micheal Bisping á Thales Leites um síðustu helgi hefur hann óskað eftir bardaga gegn Dan Henderson eða Vitor Belfort. Hann lýsti einnig yfir áhuga á að berjast í Dublin í október. Vitor Belfort virðist vera til í annan bardaga gegn Bisping og gæti það verið mjög flottur aðalbardagi í Dublin. Belfort er enn stórt nafn og kannski mun UFC frekar vilja halda Belfort á númeruðum bardagakvöldum.

UFC gæti einnig sett gamla goðsögn í aðalbardagann eins og t.d. Mirko ‘Cro Cop’ Filipovic. Cro Cop var í aðalbardaganum á bardagakvöldinu í Póllandi og gæti t.d. mætt Matt Mitrione í Dublin.

Bardagakvöldið gæti því litið svona út:

Aðalhluti bardagakvöldsins (e. main card)

Millivigt: Micheal Bisping gegn Vitor Belfort
Veltivigt: Gunnar Nelson gegn Stephen Thompson
Léttvigt: Joseph Duffy gegn Joe Proctor
Fluguvigt: Paddy Holohan gegn Louis Smolka

Aðrir bardagar

Léttvigt: Norman Parke gegn Reza Madadi
Veltivigt: Cathal Pendred gegn Nicholas Musoke
Strávigt kvenna: Aisling Daly gegn Heather Clark
Þungavigt: Ruslan Magomedov gegn Derrick Lewis
Veltivigt: Nicholas Dalby gegn Leandro Silva
Veltivigt: Tom Breese gegn Lyman Good
Fjaðurvigt: Arnold Allen gegn Charles Rosa
Fluguvigt: Neil Seery gegn Willie Gates

Joseph Duffy er á hraðri uppleið eftir tvo sannfærandi sigra og gæti fengið pláss á aðalhluta bardagakvöldsins. Hann er Íri og mun sennilega vera á bardagakvöldinu. Paddy Holohan er einnig Íri og verður að öllum líkindum á bardagakvöldinu og gæti mætt Louis Smolka. Eftir sigur sinn síðustu helgi óskaði hann óbeint eftir því að fá bardaga gegn Louis Smolka en Smolka sigraði landa hans, Neil Seery, á UFC 189.

Það verður að teljast líklegt að UFC muni setja flesta sína Íra á bardagakvöldið. Cathal Pendred, Aisling Daly og Neil Seery gætu í raun mætt hverjum sem er og það sama má segja um Joseph Duffy. Andstæðingar þeirra eru á svipuðum stað og Írarnir og því giskum við á að þetta séu andstæðingar þeirra. Það er þó sérstaklega erfitt að giska á andstæðinga Pendred og Duffy enda þyngdarflokkar þeirra smekkfullir af keppendum.

UFC gæti sett Svíana Reza Madadi og Nicholas Musoke á bardagakvöldið til að fá sænska bardagaaðdáendur á kvöldið. Það sama má segja um Danann Nicholas Dalby. Madadi er kominn aftur í UFC eftir að samningi hans var rift vegna lagavandamála. Þau mál eru nú úr sögunni og væri flott að sjá hann gegn Norman Parke í október.

Englendingarnir Tom Breese og Arnold Allen eru báðir 1-0 í UFC og væri gaman að sjá þá aftur í október. Þeir gætu í raun mætt hverjum sem er en Good og Rosa eru ekki stór nöfn en gætu skapað skemmtilega bardaga gegn Bretunum.

Conor McGregor mun ekki vera á bardagakvöldinu enda er hann ein stærsta stjarna UFC í dag og verður á einhverju risa bardagakvöldi síðar á árinu.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular