Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the td-cloud-library domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/mmafrettir.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6121
Gæti bardagakvöldið í Dublin litið svona út? |
spot_img
Monday, April 21, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGæti bardagakvöldið í Dublin litið svona út?

Gæti bardagakvöldið í Dublin litið svona út?

Gunnar Nelson
Gunnar Nelson eftir sigurinn í Dublin í fyrra. Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

UFC mun heimsækja Dublin í þriðja sinn þann 24. október. Gunnar Nelson hefur lýst yfir áhuga á að berjast á bardagakvöldinu en ekkert hefur verið staðfest í þeim fregnum. Hér kíkjum við á hvernig bardagakvöldið gæti litið út.

Bardagakvöldið er svo kallað Fight Pass kvöld þar sem allir bardagarnir verða sýndir á Fight Pass rás UFC. Á þeim kvöldum eru fjórir bardagar á aðalhluta bardagakvöldsins og samtals 10-12 bardagar á kvöldinu.

Gunnar Nelson gæti mætt Stephen Thompson í aðalbardaga kvöldsins. Það yrði frábær bardagi en Thompson er í 9. sæti styrkleikalistans á meðan Gunnar er í því 11. Það yrði spennandi viðureign og gæti hæglega verið aðalbardagi kvöldsins enda Gunnar mjög vinsæll í Írlandi.

UFC gæti þó ákveðið að hafa eldri kempur í aðalbardaganum. Eftir sigur Micheal Bisping á Thales Leites um síðustu helgi hefur hann óskað eftir bardaga gegn Dan Henderson eða Vitor Belfort. Hann lýsti einnig yfir áhuga á að berjast í Dublin í október. Vitor Belfort virðist vera til í annan bardaga gegn Bisping og gæti það verið mjög flottur aðalbardagi í Dublin. Belfort er enn stórt nafn og kannski mun UFC frekar vilja halda Belfort á númeruðum bardagakvöldum.

UFC gæti einnig sett gamla goðsögn í aðalbardagann eins og t.d. Mirko ‘Cro Cop’ Filipovic. Cro Cop var í aðalbardaganum á bardagakvöldinu í Póllandi og gæti t.d. mætt Matt Mitrione í Dublin.

Bardagakvöldið gæti því litið svona út:

Aðalhluti bardagakvöldsins (e. main card)

Millivigt: Micheal Bisping gegn Vitor Belfort
Veltivigt: Gunnar Nelson gegn Stephen Thompson
Léttvigt: Joseph Duffy gegn Joe Proctor
Fluguvigt: Paddy Holohan gegn Louis Smolka

Aðrir bardagar

Léttvigt: Norman Parke gegn Reza Madadi
Veltivigt: Cathal Pendred gegn Nicholas Musoke
Strávigt kvenna: Aisling Daly gegn Heather Clark
Þungavigt: Ruslan Magomedov gegn Derrick Lewis
Veltivigt: Nicholas Dalby gegn Leandro Silva
Veltivigt: Tom Breese gegn Lyman Good
Fjaðurvigt: Arnold Allen gegn Charles Rosa
Fluguvigt: Neil Seery gegn Willie Gates

Joseph Duffy er á hraðri uppleið eftir tvo sannfærandi sigra og gæti fengið pláss á aðalhluta bardagakvöldsins. Hann er Íri og mun sennilega vera á bardagakvöldinu. Paddy Holohan er einnig Íri og verður að öllum líkindum á bardagakvöldinu og gæti mætt Louis Smolka. Eftir sigur sinn síðustu helgi óskaði hann óbeint eftir því að fá bardaga gegn Louis Smolka en Smolka sigraði landa hans, Neil Seery, á UFC 189.

Það verður að teljast líklegt að UFC muni setja flesta sína Íra á bardagakvöldið. Cathal Pendred, Aisling Daly og Neil Seery gætu í raun mætt hverjum sem er og það sama má segja um Joseph Duffy. Andstæðingar þeirra eru á svipuðum stað og Írarnir og því giskum við á að þetta séu andstæðingar þeirra. Það er þó sérstaklega erfitt að giska á andstæðinga Pendred og Duffy enda þyngdarflokkar þeirra smekkfullir af keppendum.

UFC gæti sett Svíana Reza Madadi og Nicholas Musoke á bardagakvöldið til að fá sænska bardagaaðdáendur á kvöldið. Það sama má segja um Danann Nicholas Dalby. Madadi er kominn aftur í UFC eftir að samningi hans var rift vegna lagavandamála. Þau mál eru nú úr sögunni og væri flott að sjá hann gegn Norman Parke í október.

Englendingarnir Tom Breese og Arnold Allen eru báðir 1-0 í UFC og væri gaman að sjá þá aftur í október. Þeir gætu í raun mætt hverjum sem er en Good og Rosa eru ekki stór nöfn en gætu skapað skemmtilega bardaga gegn Bretunum.

Conor McGregor mun ekki vera á bardagakvöldinu enda er hann ein stærsta stjarna UFC í dag og verður á einhverju risa bardagakvöldi síðar á árinu.

spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið