Fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway fékk heldur betur konunglegar móttökur þegar hann kom heim í gær. Holloway sigraði Jose Aldo um síðustu helgi og var honum vel fagnað þegar hann til Havaí.
Hinn 25 ára Max Holloway elskar heimahagana og var með beltið á öxlinni þegar hann kom heim til Havaí. Yancy Medeiros var með í för en hann er vinur og æfingafélagi Holloway og sigraði Erick Silva um síðustu helgi.
Holloway hefur lengi reynt að fá UFC til að halda bardagakvöld í Havaí og spurning hvort það verði loksins að veruleika nú þegar Holloway er orðinn meistari. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Havaí eignast meistara í UFC en BJ Penn vann á sínum tíma léttvigtar- og veltivigtartitilinn í UFC.
#ufchawaii pic.twitter.com/jb9vaVLDzW
— Max Holloway (@BlessedMMA) June 6, 2017
Waianae love #westsidebestside #blessedera pic.twitter.com/9GDM9UVHp8
— Max Holloway (@BlessedMMA) June 6, 2017
Now THAT’S a homecoming‼️ Hawaii welcomes their NEW featherweight champ @BlessedMMA & @YMedeiros home today ⬇️ pic.twitter.com/QDCms20UIY
— UFC (@ufc) June 6, 2017