spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Geggjaðar móttökur þegar Max Holloway kom heim til Havaí

Myndband: Geggjaðar móttökur þegar Max Holloway kom heim til Havaí

Fjaðurvigtarmeistarinn Max Holloway fékk heldur betur konunglegar móttökur þegar hann kom heim í gær. Holloway sigraði Jose Aldo um síðustu helgi og var honum vel fagnað þegar hann til Havaí.

Hinn 25 ára Max Holloway elskar heimahagana og var með beltið á öxlinni þegar hann kom heim til Havaí. Yancy Medeiros var með í för en hann er vinur og æfingafélagi Holloway og sigraði Erick Silva um síðustu helgi.

Holloway hefur lengi reynt að fá UFC til að halda bardagakvöld í Havaí og spurning hvort það verði loksins að veruleika nú þegar Holloway er orðinn meistari. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Havaí eignast meistara í UFC en BJ Penn vann á sínum tíma léttvigtar- og veltivigtartitilinn í UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular