UFC var með bardagakvöld í Las Vegas í gær. Einn bardagi féll niður á síðustu stundu.
Þeir Jamall Emmers og Chas Skelly áttu að mætast í 3. bardaga kvöldsins í gær.
Chas Skelly var kominn í búrið, búinn að hita upp, búinn að ganga í búrið og tilbúinn í slaginn en þá gat Emmers ekki barist. Emmers var í þann mund að ganga í búrið þegar hann fékk óvænt vöðvakrampa í bakið.
Chas Skelly was in the cage waiting for his opponent, but Jamall Emmers could not compete due to back spasms.
— ESPN MMA (@espnmma) February 20, 2021
The #UFCVegas19 bout was canceled due to "medical reasons backstage." pic.twitter.com/WyOXczZB8I
Það var ansi athyglisvert að sjá Skelly bíða í búrinu eftir Emmers en aldrei kom Emmers. Þetta var þriðji bardaginn í röð sem fellur niður hjá Skelly og hefur hann nú ekki barist síðan í september 2019.