spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMyndband: Heimildarmynd frá Zuffa um BJ Penn

Myndband: Heimildarmynd frá Zuffa um BJ Penn

UFC kappinn BJ Penn snýr aftur í átthyrninginn þann 6. júlí þegar hann tekst á við Frankie Edgar í bardaga í fjaðurvigtinni. Þeir hafa þjálfað andspænis hvor öðrum í 19. seríu The Ultimate Fighter en nýlega kom út heimildarmynd um kappann.

Flestir MMA aðdáendur þekkja Jay Dee Penn eða öllu heldur Baby Jay Penn. Maðurinn frá Hilo, Hawaii hefur sigrað bæði léttvigtar- og veltivigtarbeltið í UFC og barist í mörgum þyngdarflokkum þar á meðal gegn Lyoto Machida í léttþungavigt. Einnig var Penn fyrsti maðurinn til þess að sigra heimsmeistaramótið í brasilísku jiu-jitsu sem kom ekki frá Brasilíu. Forseti UFC, Dana White, telur hann hafa byggt upp léttu þyngdarflokkana í UFC með frammistöðu sinni og einstökum persónuleika.

Það væri hugsanlega hægt að telja upp afrek BJ Penn í mörgum pörtum en Zuffa gerði nýlega heimildarmynd um Penn sem kallast BJ Penn: Mana. Við á MMA fréttum mælum eindregið með myndinni en myndina má sjá hér að neðan

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular