spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Heitt í hamsi milli McGregor og Aldo á blaðamannafundi

Myndband: Heitt í hamsi milli McGregor og Aldo á blaðamannafundi

Conor aldo staredownUFC hélt fyrr í kvöld stóran blaðamannafund undir yfirskriftinni Go Big. Allir stærstu bardagarnir á komandi mánuðum voru á staðnum og að sjálfsögðu lentu þeir Conor McGregor og Jose Aldo í orðaskiptum.

Búist var við að UFC myndi kynna Fedor Emelianenko til leiks en ekkert varð úr því. UFC kom þó með nokkrar tilkynningar á milli þess sem blaðamenn spurðu stjörnurnar.

Joanna Jedrzejczyk mun verja strávigtartitil sinn á UFC 193 í Ástralíu gegn Valérie Létourneau. Þær Ronda Rousey og Holly Holm berjast í aðalbardaga kvöldsins og munu konurnar því fá alla athyglina í Ástralíu. UFC 193 fer fram í Melbourne á stórum leikvangi og ef vel tekst til verður þetta fjölmennasti viðburður í sögu UFC.

UFC 194 fer fram þann 11. desember þar sem Conor McGregor og Jose Aldo mætast. Kvöldið áður fer TUF Finale fram og hefur UFC nú bætt þriðja viðburðinum við. Það verða því UFC bardagakvöld þrjú kvöld í röð í Las Vegas sem hefur aldrei gerst áður.

Í lok fundarins staðfesti Dana White að UFC 200 fari fram þann 9. júlí á nýrri 20.000 manna höll í Las Vegas. Það má búast við að nokkrar stærstu stjörnur UFC berjist á bardagakvöldinu.

https://www.youtube.com/watch?v=S9sWlsWSsME&feature=youtu.be

Mikil athygli beindist að Conor McGregor og talaði hann í fyrirsögnum eins og honum einum er lagið. Hann lét menn heyra það og reifst m.a. við Jose Aldo, Chad Mendes, Donald Cerrone og Rafael dos Anjos. Hér að ofan má sjá McGregor og Cerrone þræta en allir vilja þeir berjast við McGregor til að fá vel útborgað að sögn McGregor.

Hér má sjá nokkur af hans ummælum:

Þeir Aldo og McGregor mættust svo augliti til auglits áður en Aldo þurfti að yfirgefa svæðið. Þar varð heitt í hamsi og er spennan fyrir bardaganum aftur farin að magnast.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular