Uppgangur MacKenzie Dern í MMA heldur áfram. Í nótt náði hún í sinn fimmta sigur í MMA og heldur hún áfram að bæta sig.
MacKenzie Dern barðist sinn fyrsta bardaga í Invicta bardagasamtökunum í nótt. Dern er ein besta glímukona heims en snéri sér að MMA á síðasta ári. Dern mætti Kaline Medeiros í strávigt og átti mjög góða frammistöðu. Dern kláraði Medeiros með armlás þegar 15 sekúndur voru eftir af bardaganum. Dern sýndi ágætis takta standandi og er greinilega að taka framförum.
MacKenzie Dern (5-0) hefur verið í vandræðum með að ná vigt í strávigtinni en náði vigt fyrir bardagann í gær án, að því er virðist, teljandi vandræða. Dern þarf að bæta sig standandi til að geta unnið þær allra bestu en mun án nokkurs vafa rata í UFC innan skamms ef hún heldur þessu áfram.
Sunna Rannveig Davíðsdóttir berst auðvitað í Invicta í sama þyngdarflokki og Dern.
Welcome to @InvictaFights @MackenzieDern!!! Incredible performance! #InvictaFC26 pic.twitter.com/WozSRFUxlV
— UFC Fight Pass (@UFCFightPass) December 9, 2017
Í aðalbardaga kvöldsins mættust þær Jennifer Maia og Agnieszka Niedwiedz um fluguvigtartitil Invicta. Maia sigraði eftir einróma dómaraákvörðun og hélt því fluguvigtartitli sínum. UFC krýndi um síðustu helgi meistara í nýjasta þyngdarflokknum, fluguvigtinni, og verður áhugavert að sjá hvort UFC Maia verði viðbót við fluguvigt kvenna í UFC.