Wednesday, April 17, 2024
HomeForsíðaHvar er hægt að horfa á strákana berjast á FightStar í kvöld?

Hvar er hægt að horfa á strákana berjast á FightStar í kvöld?

Fimm Íslendingar berjast á FightStar kvöldinu í London í kvöld. Hægt verður að horfa á bardagana í beinni útsendingu og ætti því enginn að missa af neinu.

FightStar 13 bardagakvöldið verður sögulegt fyrir íslenska bardagaheiminn þar sem í fyrsta sinn keppa þrír Íslendingar atvinnubardaga. Þeir Bjarki Þór Pálsson, Bjarki Ómarsson og Ingþór Örn Valdimarsson berjast allir atvinnubardaga en þeir Jeremy Aclipen og Bjartur Guðlaugsson keppa áhugamannabardaga.

Bardagarnir verða allir sýndir beint á MMA.TV og kostar streymið 7 pund. Þá verður einnig hægt að horfa á bardagana á Drukkstofu Mjölnis og Gullöldinni.

17 bardagar verða á dagskrá í kvöld og er Jeremy í 5. bardaga kvöldsins en hann stígur fyrstur á stokk af Íslendingunum. Gróflega áætlað mun Jeremy berjast kl 19:15 en hér að neðan er búið að áætla hvenær bardagarnir byrja. Það getur þó allt breyst ef bardagarnir klárast snemma en við hvetjum fólk til að vera tilbúið um 19 leytið.

Kl. 19:15 (5. bardagi kvöldsins): Jeremy Aclipen (0-0) gegn Callum Haughian (1-1)
Kl. 20:50 (11. bardagi kvöldsins): Bjartur Guðlaugsson MMA (2-3) gegn Drotar Dario (4-2)
Kl. 21:50 (14. bardagi kvöldsins) PRO: Ingþór ‘El Jefe’ Valdimarsson (0-1) gegn Dawid Panfil (0-0)
Kl. 22:10 (15. bardagi kvöldsins) PRO: Bjarki Ómarsson (0–0) gegn Mehmosh Raza (4-1)
Kl. 22:45 (Aðalbardaginn – Léttvigtartitill FightStar) PRO: Bjarki Þór Pálsson (4–0) gegn Stephen O’Keeffe (7–3)

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular