Vitað er að Michael Bisping hefur haft dapra sjón á öðru auganu undanfarin ár. Í hlaðvarpi sínu tók Bisping út gerviaugað sitt en fáir vissu að staðan væri svo slæm.
Michael Bisping varð fyrir skemmdum á sjónhimnu eftir hausspark frá Vitor Belfort árið 2013. Síðan þá hefur Bisping verið nánast blindur á öðru auga og barðist hann þannig í fjögur ár eða þar til hann hætti árið 2017.
Bisping ákvað að sýna gerviaugað í hlaðvarpi sínu, Believe you me, í vikunni sem hefur vakið athygli. Bisping fékk gerviauga eftir að hann hætti í MMA en fram að því var sjónin hans á hægra auganu virkilega slæm.
Holy shit😳😱🤢! I never knew Bisping only had one eye. I thought it was just badly injured and he was almost blind. This is even crazier how the hell fought he like that and got cleared by any permission🤯. He's a savage and madman. pic.twitter.com/U7rawdJRTD
— Dominik (@Pommesbudenpate) October 3, 2019
Bisping sagði í viðtali við MMA Junkie í sumar að hann hafi verið nánast eineygður síðan 2013. „Ég hef nánast ekki verið með neina sjón síðan 2013. Ég rétt komst í gegnum læknisskoðun fyrir hvern bardaga. Ég óttaðist það að íþróttasambandið myndi koma í veg fyrir að ég myndi berjast eftir að hafa farið í gegnum fullar æfingabúðir.“
„Það var erfitt að komast í gegnum sjónprófin í læknisskoðun en til að falla á því þarftu að vera nánast blindur. Stundum náði ég sjónprófinu, stundum ekki, en sem betur fer rétt slapp ég við þetta. Fólk spyr mig oft hvernig það var að berjast eineygður og ég segi alltaf að það hafi verið mjög f**king erfitt!“