spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Ótrúlegt rothögg í Muay Thai

Myndband: Ótrúlegt rothögg í Muay Thai

Ótrúlegt rothögg leit dagsins ljós í Muay Thai bardaga í maí. Þeir Dorian Price og Jonathan Lecat mættust á Max Muay Thai viðburðinum í Tælandi og endaði bardaginn á ótrúlegan hátt.

Dorian Price hefur átt langan feril í Muay Thai og MMA en hann var meðal annars í 6. seríu TUF. Hann mætti Frakkanum Jonathan Lecat í 167 punda bardaga.

Jonathan Lecat þjarmaði að Price er sá síðarnefndi var vankaður. Þegar Lecat elti Price smellhittu þeir báðir í hvorn annan með þeim afleiðingum að þeir féllu niður. Price var hins vegar fær um að standa upp á meðan Lecat gat það ekki. Price sigraði því eftir ótrúlegt rothögg.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular