Valgerður Guðsteinsdóttir vann sinn þriðja atvinnubardaga í hnefaleikum í gær. Valgerður sigraði Dominika Novotny eftir dómaraákvörðun.
Bardaginn fór fram í Noregi á Oslofjord Fight Night en í aðalbardaga kvöldsins mættust þær Cecilia Brækhus og Mikaela Lauren. Hin norska Brækhus er afar vinsæl í heimalandinu en þetta er í annað sinn sem Valgerður berst á sama kvöldi og Brækhus.
Þetta var fyrsti atvinnubardagi Dominika Novotny í hnefaleikum en hún hafði aftur á móti reynslu úr sparkboxi. Fyrsta lotan var svakaleg þar sem Valgerði tókst að slá Novotny niður. Novotny komst betur inn í bardagann í 2. lotu en Valgerður var að lenda fleiri höggum út bardagann. Þær skiptust á þungum höggum út loturnar fjórar en Valgerður stóð uppi sem sigurvegari eftir frábæra frammistöðu. Valgerði var vel fagnað þegar úrslit bardagans voru kunngjörð.
Valgerður er núna 3-0 sem atvinnumaður og heldur áfram að klífa upp metorðastigann í boxinu. Bardagann má sjá á Facebook síðu Hnefaleikastöðvarinnar hér að neðan.
Pétur Marinó Jónsson
-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Úrslit UFC Fight Night: Barboza vs. Lee - April 22, 2018
- Daði Steinn gráðaður í svart belti - April 21, 2018
- Max Holloway mætir Brian Ortega og Francis Ngannou fær Derrick Lewis á UFC 226 - April 21, 2018