spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Raymond Daniels með rosalegt rothögg eftir tvöfaldan snúning

Myndband: Raymond Daniels með rosalegt rothögg eftir tvöfaldan snúning

Bellator Birmingham fer fram um þessar mundir. Eitt magnaðasta rothögg ársins leit dagsins ljós fyrir skömmu þegar sparkboxarinn Raymond Daniels rotaði Wilker Barros.

Raymond Daniels er einn besti sparkboxari síðustu ára en þetta var hans 2. bardagi í MMA. Fyrri bardaginn var fyrir rúmum áratug síðan þar sem hann tapaði eftir hengingu í 2. lotu.

Í kvöld mætti hann Wilker Barros sem var að berjast sinn fyrsta MMA bardaga en er með hátt í 30 bardaga í sparkboxi. Daniels átti mun betri frammistöðu í kvöld heldur en síðast þegar hann reyndi fyrir sér í MMA og fór leikandi létt með Barros.

Í 1. lotu rotaði hann Barros með einhvers konar 720° hægri krók. Daniel tók tvöfaldan snúning og smellhitti svo með hægri krók sem kláraði Barros.

Ótrúlegt rothögg hjá hinum 39 ára gamla Daniels.

Allan bardagann má sjá hér að neðan:

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular