Saturday, May 18, 2024
HomeErlentMyndband: Rousimar Palhares rotaður í Rússlandi

Myndband: Rousimar Palhares rotaður í Rússlandi

Fight Nights Global 85 fór fram í gær í Moskvu. Þar ber helst að nefna að hinn umdeildi Rousimar Palhares var rotaður en ferill hans hefur verið í frjálsu falli undanfarin ár.

Hinn 38 ára Rousimar Palhares hefur átt undarlegan feril. Palhares var á sínum tíma í UFC en var rekinn fyrir að halda hættulegum fótalásum alltof lengi þrátt fyrir að andstæðingurinn væri að tappa út. Í WSOF gerði hann það sama og var einnig rekinn þaðan.

Síðan þá hefur hann barist víðs vegar um heiminn og m.a. í Venator FC á Ítalíu á meðan hann átti að vera í banni. Í gær mætti hann hinum ósigraða Aliaskhab Khizriev en bardaginn átti að vera um veltivigtartitilinn. Palhares náði hins vegar ekki vigt og hefði því ekki getað unnið titilinn ef hann hefði unnið bardagann.

Það kom þó ekki að sök þar sem Palhares var rotaður eftir aðeins 58 sekúndur í 1. lotu. Khizriev slapp með skrekkinn þar sem hann greip nokkrum sinnum í búrið án þess að vera refsað fyrir það.

Sama kvöld sáum við rothögg eftir aðeins 10 sekúndur. Rothöggið var svo snemma að upptökumaðurinn náði varla rothögginu.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular