spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Sage Northcutt rotaður á 29 sekúndum í ONE

Myndband: Sage Northcutt rotaður á 29 sekúndum í ONE

Frumraun Sage Northcutt í ONE Champhionship fór ekki eins og hann vonaðist eftir. Northcutt var rotaður eftir aðeins 29 sekúndur.

Sage Northcutt hlaut mikla athygli þegar hann kom fyrst inn í UFC. Eftir sex sigra og tvö töp í UFC ákvað hann að söðla um og semja við ONE Championship í Asíu.

Northcutt barðist sinn fyrsta bardaga hjá nýjum vinnuveitendum í dag þar sem hann mætti Cosmo Alexandre. Alexandre er með hátt í 90 bardaga í sparkboxi og var 7-1 í MMA fyrir bardagann en hafði ekki barist í MMA í tæp þrjú ár.

Alexandre smellhitti á Northcutt eftir aðeins 29 sekúndur. Þetta er fyrsta tap Northcutt eftir rothögg á ferlinum og er núna 11-3 sem atvinnumaður.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular