0

Myndband: Sárkvalinn eftir þungt spark í klofið

Slysin gerast stundum í MMA og átti eitt slíkt sér stað í Road FC í Suður-Kóreu í dag. Eftir aðeins nokkrar sekúndur þurfti að stoppa bardaga vegna pungsparks.

Þeir Aorigele og Hyun Man Myung mættust í ofurþungavigt í dag. Bardaginn entist þó aðeins í tíu sekúndur þar sem Hyun Man Myung sparkaði í klof Aorigele. Aorigele lagðist strax niður og gat ómögulega haldið áfram að keppa enda greinilega sárkvalinn.

Bardaginn var dæmdur ógildur en Myang ætlaði að sparka í innanvert læri Aorigele en hitti ekki alveg á réttan stað. Aorigele var fluttur upp á spítala eftir atvikið en punghlýfin sem hann bar brotnaði við höggið. Myang sá mikið eftir sparkinu og heimsótti Aorigele á spítalann þar sem hann baðst afsökunar á sparkinu.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.