Það þarf ekki alltaf að fara venjulegu leiðina til að ná uppgjafartakinu í MMA. Í Ástralíu á dögunum sáum við sennilega fyrsta sigurinn eftir „teepee“ uppgjafartakið.
Þetta uppgjafartak hefur sennilega aldrei sést áður í MMA en bragðið hefur oft verið kennt við Eddie Bravo.
Á Hex Fight Series 9 bardagakvöldinu á föstudaginn reyndi Suman Mokhtarian að læsa „triangle“ hengingunni. Þegar það var ekki að takast skipti hann yfir í „teepee“ þar sem hann læsir höndunum fyrir aftan fæturnar sínar. Andstæðingur hans neyddist til að tappa út og er Mokhtarian nú 6-0 sem atvinnumaður í MMA.
Henginguna má sjá hér að neðan.