spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Sérstakt uppgjafartak í Ástralíu

Myndband: Sérstakt uppgjafartak í Ástralíu

Það þarf ekki alltaf að fara venjulegu leiðina til að ná uppgjafartakinu í MMA. Í Ástralíu á dögunum sáum við sennilega fyrsta sigurinn eftir „teepee“ uppgjafartakið.

Þetta uppgjafartak hefur sennilega aldrei sést áður í MMA en bragðið hefur oft verið kennt við Eddie Bravo.

Á Hex Fight Series 9 bardagakvöldinu á föstudaginn reyndi Suman Mokhtarian að læsa „triangle“ hengingunni. Þegar það var ekki að takast skipti hann yfir í „teepee“ þar sem hann læsir höndunum fyrir aftan fæturnar sínar. Andstæðingur hans neyddist til að tappa út og er Mokhtarian nú 6-0 sem atvinnumaður í MMA.

Henginguna má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular