Í gær, 25. júní, fóru fram nokkrir skemmtilegir Muay Thai bardagar í Tælandi í Onesongchai bardagasamtökunum þar í landi.
Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Sangmanee Sor Tiempo (rauðar stuttbuxur) og Hong Thanonchai Tor Sangtiennoi (bláar stuttbuxur). Tiempo er aðeins 17 ára en þykir einn besti Muay Thai bardagamaður heims, pund fyrir pund. Fyrir þennan bardaga var hann óvænt á þriggja bardaga taphrinu.
Í 112 punda flokki mættust þeir Chaimongkon Sujeebameekow (bláar stuttbuxur) og Lamnammoonlek Nuicofeeboran (rauðar stuttbuxur). Bardaginn var þrælskemmtilegur og má sjá glitta í “crane kick” líkt og Lyoto Machida rotaði Randy Couture með hér um árið.
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023