0

Myndband: Skemmtilegir Muay Thai bardagar í gær

Í gær, 25. júní, fóru fram nokkrir skemmtilegir Muay Thai bardagar í Tælandi í Onesongchai bardagasamtökunum þar í landi.

Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Sangmanee Sor Tiempo (rauðar stuttbuxur) og Hong Thanonchai Tor Sangtiennoi (bláar stuttbuxur). Tiempo er aðeins 17 ára en þykir einn besti Muay Thai bardagamaður heims, pund fyrir pund. Fyrir þennan bardaga var hann óvænt á þriggja bardaga taphrinu.

Í 112 punda flokki mættust þeir Chaimongkon Sujeebameekow (bláar stuttbuxur) og Lamnammoonlek Nuicofeeboran (rauðar stuttbuxur). Bardaginn var þrælskemmtilegur og má sjá glitta í “crane kick” líkt og Lyoto Machida rotaði Randy Couture með hér um árið.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.