spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Stórfurðulegt viðtal við Diego Sanchez

Myndband: Stórfurðulegt viðtal við Diego Sanchez

Diego Sanchez hefur lengi verið þekktur fyrir furðuleg ummæli og viðtöl. Á fjölmiðladeginum í gær var hann svo sannarlega ekki orðlaus.

Hinn 37 ára gamli Sanchez mætir Michael Chiesa á UFC 239 annað kvöld. Ariel Helwani tók Sanchez í langt viðtal þar sem Sanchez lét gamminn geisa.

Sanchez sagði að hann væri ekki útbrunninn og ætlar að verða veltivigtarmeistari. Sanchez segist vera jedi og hann spái mikið í „anti-aging“ aðferðum sem munu vinna með honum á leiðinni að beltinu.

Sanchez hefur yfirgefið Jackson-Winkeljohn liðið og er núna með bara einn þjálfara, Josh Fabia. Sá hefur aldrei þjálfað bardagamann í UFC áður en Sanchez sagðist alltaf hugsa út fyrir kassann og tók skyndilega upp lítin kassa.

Sanchez var ósáttur við þá Greg Jackson og Mike Winkeljohn, fyrrum þjálfara sína, þar sem þeir sinntu sér ekki nógu vel að sínu mati. Sanchez heyrði lítið frá þjálfurum sínum og kaus því að yfirgefa Jackson-Winkeljohn.

Viðtalið er rúmar 17 mínútur og spyr Helwani örfárra spurninga á meðan Sanchez talar endalaust.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular