Ansi sérstök uppákoma sást í Invicta FC í nótt. Celine Haga svæfði Amy Montenegro en tapaði samt eftir dómaraákvörðun.
Bardaginn fór fram í strávigt kvenna á Invicta 21 í Kansas í nótt. Í lok 3. lotu nær Haga að læsa hengingu og þegar bardaginn kláraðist var Montenegro meðvitundarlaus.
WOW!! What an end to Amy Montenegro vs Celine Haga on #InvictaFC21 #UFCFIGHTPASS pic.twitter.com/w0SyP2Ipoz
— UFC Fight Pass (@UFCFightPass) January 15, 2017
Í stað þess að úrskurða Haga sigurvegara bardagans ákvað dómarinn Greg Franklin að senda bardagann í dómaraúrskurð. Þar var Montenegro dæmd sigur 29-28 hjá öllum þremur dómurunum.
Dómarinn reynslumikli John McCarthy sagði í samtali við MMA Figthing að samkvæmt reglunum hefði Haga átt að vinna eftir uppgjafartak. Ef lotan eða bardaginn klárast þar sem annar bardagamaðurinn er meðvitundarlaus eftir uppgjafartak skal sá sem var með uppgjafartakið vera úrskurðaður sigurvegari.