Vigtunin fyrir UFC Vegas 22 fór fram fyrr í dag. Bardagakonan Julija Stoliarenko féll í yfirlið í vigtuninni og var borin út á sjúkrabörum.
Julija Stoliarenko átti að mæta Julia Avila á bardagakvöldinu annað kvöld. Hún var hins vegar í miklum vandræðum í vigtuninni og féll niður tvisvar. Þegar Stoliarenko steig á vigtina fyrst var hún óstöðug og féll niður.
Julija Stoliarenko just fainted on the scale #UFCVegas22 pic.twitter.com/3PjNMUGxFf
— The Schmo (@TheSchmo312) March 19, 2021
Was able to weigh in – 135.5 lbs but not stand after, scary site #UFCVegas22 pic.twitter.com/VhaBmZ9SWD
— The Schmo (@TheSchmo312) March 19, 2021
Hún fékk umsvifalaust aðstoð en steig af einhverjum ástæðum aftur á vigtina. Þar náði hún vigt, 135,5 pund, og stóð á vigtinni þar til hún féll aftur niður. Þar virtist Stoliarenko falla í yfirlið og var hún að lokum borin út á sjúkrabörum. Óhugnanlegt að sjá.
Það ætti svo sem ekki að koma á óvart en bardaginn hefur verið blásinn af.
Julija Stoliarenko vs. Julia Avila is off the UFC Fight Night card Saturday after Stoliarenko lost her balance and fell twice at weigh-ins this morning, the UFC confirmed. @MikeHeck_JR first to report the bout being canceled.
— Marc Raimondi (@marc_raimondi) March 19, 2021
Stoliarenko hefur barist í 135 punda bantamvigt í nokkur ár og var bantamvigtarmeistari Invicta áður en hún kom í UFC. Þetta átti að verða hennar annar bardagi í UFC en nú hefur bardaginn verið blásinn af.
Hægt er að sjá allt atvikið eftir um það bil 15 mínútur hér að neðan: