spot_img
Thursday, November 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: UFC bardagakona féll í yfirlið í vigtuninni

Myndband: UFC bardagakona féll í yfirlið í vigtuninni

Vigtunin fyrir UFC Vegas 22 fór fram fyrr í dag. Bardagakonan Julija Stoliarenko féll í yfirlið í vigtuninni og var borin út á sjúkrabörum.

Julija Stoliarenko átti að mæta Julia Avila á bardagakvöldinu annað kvöld. Hún var hins vegar í miklum vandræðum í vigtuninni og féll niður tvisvar. Þegar Stoliarenko steig á vigtina fyrst var hún óstöðug og féll niður.

Hún fékk umsvifalaust aðstoð en steig af einhverjum ástæðum aftur á vigtina. Þar náði hún vigt, 135,5 pund, og stóð á vigtinni þar til hún féll aftur niður. Þar virtist Stoliarenko falla í yfirlið og var hún að lokum borin út á sjúkrabörum. Óhugnanlegt að sjá.

Það ætti svo sem ekki að koma á óvart en bardaginn hefur verið blásinn af.

Stoliarenko hefur barist í 135 punda bantamvigt í nokkur ár og var bantamvigtarmeistari Invicta áður en hún kom í UFC. Þetta átti að verða hennar annar bardagi í UFC en nú hefur bardaginn verið blásinn af.

Hægt er að sjá allt atvikið eftir um það bil 15 mínútur hér að neðan:

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular