Friday, September 20, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentT.J. Dillashaw snýr aftur og mætir Cory Sandhagen í maí

T.J. Dillashaw snýr aftur og mætir Cory Sandhagen í maí

Fyrsti bardagi T.J. Dillashaw síðan hann féll á lyfjaprófi verður þann 8. maí. Dillashaw mætir Cory Sandhagen í fimm lotu bardaga.

T.J. Dillashaw var bantamvigtarmeistari UFC og reyndi að fara niður í fluguvigt til að verða tvöfaldur meistari. Þáverandi fluguvigtarmeistari, Henry Cejudo, sigraði hann í 1. lotu en þetta var frumraun Dillashaw í fluguvigt.

Nokkrum vikum eftir bardagann féll Dillashaw á lyfjaprófi þar sem EPO fannst í lyfjaprófinu. Dillashaw fékk tveggja ára bann en banninu lauk nú í janúar. Hans fyrsti bardagi eftir bannið verður því gegn Sandhagen í aðalbardaga kvöldsins þann 8. maí samkvæmt ESPN. Þetta verður því fyrsti bardaginn hans síðan í janúar 2019.

Sandhagen hefur farið hamförum á síðustu árum og unnið sjö af átta bardögum sínum í UFC. Síðast sáum við hann rota Frankie Edgar með fljúgandi hné og verður það eflaust ofarlega á listum yfir bestu rothögg ársins þegar árið verður gert upp.

Sigurvegarinn mun að öllum líkindum fá titilbardaga næst en þeir Petr Yan og Aljamain Sterling munu fyrst klára sín mál áður en nýr áskorandi kemst í beltið.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular