spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Uppgjafartak beint úr fjölbragðaglímunni

Myndband: Uppgjafartak beint úr fjölbragðaglímunni

Það er ekki oft sem tækni úr fjölbragðaglímunni sést í MMA. Eitt slíkt uppgjafartak lét þó sjá sig um helgina þegar Jonno Mears kláraði bardaga með „Boston krabbanum“ svo kallaða.

Jonno Mears mætti Aaron Jones um helgina í Manchester, Englandi. Mears fylgdist vel með WWE fjölbragðaglímunni sem krakki og náði afar óhefðbundnu uppgjafartaki beint úr WWE gegn Jones.

Boston krabbinn er þekkt tak úr fjölbragðaglímunni (glíman sem er leikin) en þetta er líklegast í fyrsta sinn sem einhver nær þessu í MMA.

„Ég stökk á bakið á honum og þá datt mér í hug að taka krabbann. Ég ætlaði að fara í ‘mount’ en ég sá að hann var að verja sig þannig að ég ákvað að prófa krabbann. Ég var steinhissa að ég skyldi hafa náð taki á löppunum,“ sagði Mears við MMA Fighting eftir bardagann.

Mears segir að hann hafi stundum leikið sér með þetta á æfingum en aldrei áður reynt þetta í bardaga. Mears er 2-0 sem atvinnumaður á ferlinum en uppgjafartakið má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular