spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Valentina rotar Eye með hásparki

Myndband: Valentina rotar Eye með hásparki

UFC 238 fór fram í nótt í Chicago. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þær Valentina Shevchenko og Jessica Eye um fluguvigtartitil kvenna.

Valentina Shevchenko var talsvert sigurstranglegri hjá veðbönkum og voru ekki margir sem gáfu Eye mikinn séns á sigri.

Valentina byrjaði bardagann á þremur góðum spörkum í skrokkinn með vinstri fæti áður en hún tók Eye niður. Í 2. lotu byrjaði hún aftur á sparki í skrokkinn en í stað þess að sparka aftur í skrokkinn miðaði hún næst á hausinn. Eye setti hendurnar niður til að verjast sparkinu í skrokkinn og var hausinn því galopinn.

Valentina tók svo að sjálfsögðu dansinn í lokin.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular