0

UFC 238 úrslit

UFC 238 fór fram í nótt í Chicago í Bandaríkjunum. Tveir titilbardagar voru á dagskrá en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Henry Cejudo er tvöfaldur meistari í UFC eftir sigur á Marlon Moraes. Cejudo kláraði Moraes með tæknilegu rothöggi í 3. lotu eftir smá bras í upphafi bardagans.

Valentina Shevchenko átti síðan svakalegt rothögg á Jessica Eye í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Shevchenko rotaði Eye með hásparki og var þetta hennar fyrsta titilvörn. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í bantamvigt: Henry Cejudo sigraði Marlon Moraes með tæknilegu rothöggi eftir 4:51 í 3. lotu.
Titilbardagi í fluguvigt kvenna: Valentina Shevchenko sigraði Jessica Eye með rothöggi (head kick) eftir 26 sekúndur í 2. lotu.
Léttvigt: Tony Ferguson sigraði Donald Cerrone með tæknilegu rothöggi (doctor stoppage) eftir 5:00 í 2. lotu.
Bantamvigt: Petr Yan sigraði Jimmie Rivera eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 30-27).
Þungavigt: Blagoy Ivanov sigraði Tai Tuivasa eftir dómaraákvörðun (29-28, 30-27, 30-27).

ESPN upphitunarbardagar:

Strávigt kvenna: Tatiana Suarez sigraði Nina Ansaroff eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Aljamain Sterling sigraði Pedro Munhoz eftir dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Alexa Grasso sigraði Karolina Kowalkiewicz eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Calvin Kattar sigraði Ricardo Lamas með rothöggi eftir 4:06 í 1. lotu.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Strávigt kvenna: Xiaonan Yansigraði Angela Hill eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Darren Stewart sigraði Bevon Lewis eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Eddie Wineland sigraði Grigory Popov með tæknilegu rothöggi eftir 4:47 í 2. lotu.
Fluguvigt kvenna: Katlyn Chookagian sigraði Joanne Calderwood eftir dómaraákvörðun.   

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.