spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndbönd: Frábær tilþrif í WSOF í gær

Myndbönd: Frábær tilþrif í WSOF í gær

World Series of Fighting hélt í gær sitt 23. bardagakvöld. Tveir titilbardagar voru á dagskrá og mátti sjá mögnuð tilþrif.

Justin Gaethje mætti Luiz Palomino í annað sinn um léttvigtarbelti WSOF. Bardaginn í gær var frábær rétt eins og fyrri bardagi þeirra og fór Gaethje með sigur af hólmi eftir rothögg í 2. lotu.

Fyrrum ofurhetjan, Pheonix Jones, hefur endurvakið MMA feril sinn og náði góðum sigri í gær. Jones, sem heitir réttu nafni Ben Fodor, varð heimsfrægur er hann barðist gegn glæpum í Seattle í ofurhetjubúning. Honum tókst að sigra Roberto Yong með þessu óvenjulega „leg scissor“ uppgjafartaki.

Brian Foster sigraði LaRue Burley með þessu svakalega rothöggi eftir aðeins 32 sekúndur í fyrstu lotu.

Joey Miolla steinrotaði Randy Steinke eftir hnéspark í 2. lotu. Hlustiði á hljóðið!

Vagab Vagabov reyndi að herma eftir Rousimar Palhares í gær þegar hann hélt áfram að kýla andstæðing sinn, Brian Grinnell, eftir að dómarinn stöðvaði bardagann. Hann mun að öllum líkindum fá refsingu eftir þessa fáranlegu hegðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular