Saturday, April 20, 2024
HomeErlentFedor semur ekki við UFC - Berst á gamlárskvöld í Japan

Fedor semur ekki við UFC – Berst á gamlárskvöld í Japan

Photo by Esther Lin/STRIKEFORCE
Mynd: Esther Lin/STRIKEFORCE

Fedor Emelianenko mun snúa aftur í MMA á gamlárskvöld og berjast á bardagakvöldi í Japan. Þetta var tilkynnt á Bellator bardagakvöldinu í gærkvöldi.

Fyrrum forseti Pride bardagsamtakanna, Nobuyuki Sakakibara, tilkynnti þetta á Bellator bardagakvöldinu í gær. Sakakibara snýr aftur í MMA eftir sjö ára fjarveru en hann stofnaði Pride á sínum tíma.

Fedor mun berjast á gamlárskvöldi en enginn andstæðingur hefur verið nefndur. Fedor hefur ekki samið við Bellator en bardagakvöldið verður sýnt á Spike sjónvarpsstöðinni sem sýnir einnig Bellator. Bellator mun að einhverju leiti vera viðloðið bardagakvöldið.

Þetta er tveggja bardaga samningur Fedor við Sakakibara en Fedor hefur ekki barist síðan 2012.

Fedor Emelianenko átti sín bestu ár í Pride bardagasamtökunum í Japan og er talinn besti þungavigtarmaður allra tíma. Hann hefur þó aldrei barist í UFC og eru þetta því ákveðin vonbrigði fyrir marga MMA aðdáendur.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular