UFC fór fram í Lousville í nótt þar sem að millivigtarbardagi milli Imavov og Cannonier var aðalbardagi kvöldsins. Bardaginn var jafn heilt yfir en í fjórðu lotu tókst Imavov að smellhitta Cannonier með hægri yfirhandar höggi sem markaði upphafið að endanum. Dómarinn, Jason Herzog, stöðvaði bardagann en var mjög gagnrýndur fyrir sitt inngrip og sagður hafa stöðvað bardagann of snemma.
Bardaginn var jafn og gékk fram og til baka alveg þangað til að komið var í fjórðu og síðustu lotuna. Cannonier byrjaði á því að stjórna bardaganum en Imavov fann sig fljótt þegar hann var búinn að finna fjarlægðina. Imavov hitti Cannonier með hægri yfirhandar höggi í fjórðu lotu sem virtist slökkva á jafnvægisskyninu hans Cannonier, sem lagði sig allan fram við að halda sér standandi á fótunum og veðra storminn í þessari erfiðu stöðu sem hann var kominn í.
Jason Herzog taldi sig þó hafa séð nóg, steig inn á milli þeirra og veifaði bardagann af. Það vakti ekki mikla lukku meðal áhorfenda í sal og virtust flestir sammála um að hann hafði tekið ákvörðunina of snemma.
Imavov tjáði sig um málið:
Nassourdine Imavov kallaði svo eftir því að mæta Sean Srickland í Paris. Þeir mættust í janúar 2023 og sigraði Strickland þá með einróma dómara ákvörðun. En Imavov stefnir á beltið og veit að hann mun þurfa að mæta Stickland aftur. Endurleikur í Paris gæti orðið þokkalega spennandi!