spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNassourdine Imavov sigraði aðalbardaga kvöldsins

Nassourdine Imavov sigraði aðalbardaga kvöldsins

UFC fór fram í Lousville í nótt þar sem að millivigtarbardagi milli Imavov og Cannonier var aðalbardagi kvöldsins. Bardaginn var jafn heilt yfir en í fjórðu lotu tókst Imavov að smellhitta Cannonier með hægri yfirhandar höggi sem markaði upphafið að endanum. Dómarinn, Jason Herzog, stöðvaði bardagann en var mjög gagnrýndur fyrir sitt inngrip og sagður hafa stöðvað bardagann of snemma. 

Bardaginn var jafn og gékk fram og til baka alveg þangað til að komið var í fjórðu og síðustu lotuna. Cannonier byrjaði á því að stjórna bardaganum en Imavov fann sig fljótt þegar hann var búinn að finna fjarlægðina. Imavov hitti Cannonier með hægri yfirhandar höggi í fjórðu lotu sem virtist slökkva á jafnvægisskyninu hans Cannonier, sem lagði sig allan fram við að halda sér standandi á fótunum og veðra storminn í þessari erfiðu stöðu sem hann var kominn í. 

Jason Herzog taldi sig þó hafa séð nóg, steig inn á milli þeirra og veifaði bardagann af. Það vakti ekki mikla lukku meðal áhorfenda í sal og virtust flestir sammála um að hann hafði tekið ákvörðunina of snemma.

Imavov tjáði sig um málið:

“Absolutely not [an early stoppage], it’s the job of the referee to decide if the fighter is able to keep going or not … He already took a lot of damage, and he would have taken even more if the fight would have continued, so I think it was the right decision to stop it. He was out of the fight, and he was taking a lot of damage. The rule is to protect yourself at all times, you have to move intelligently, and he wasn’t doing that. He was taking a lot of damage, and he would have taken even more damage.”

-Imavov

Nassourdine Imavov kallaði svo eftir því að mæta Sean Srickland í Paris. Þeir mættust í janúar 2023 og sigraði Strickland þá með einróma dómara ákvörðun. En Imavov stefnir á beltið og veit að hann mun þurfa að mæta Stickland aftur. Endurleikur í Paris gæti orðið þokkalega spennandi!

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular