spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNate Diaz mætir Leon Edwards í 5 lotu bardaga í maí

Nate Diaz mætir Leon Edwards í 5 lotu bardaga í maí

Nate Diaz snýr aftur í búrið í maí þegar hann mætir Leon Edwards. Bardaginn verður næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC 262 en verður engu að síður fimm lotur.

Nate Diaz hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Jorge Masvidal í nóvember 2019. Diaz mætir Leon Edwards á UFC 262 þann 15. maí í veltivigt.

Þrátt fyrir að ekki sé um titil að ræða verður þetta fimm lotu bardagi. Þetta verður í fyrsta sinn sem UFC er með fimm lotu bardaga sem er hvorki aðalbardagi kvöldsins né titilbardagi.

Í aðalbardaga kvöldsins á UFC 262 mætast þeir Michael Chandler og Charles Oliveira um léttvigtartitilinn. Bardagakvöldið fer fram í Houston í Texas og verða áhorfendur í höllinni.

Leon Edwards hefur ekki tapað síðan í desember 2015 en hans síðasti bardagi var dæmdur ógildur eftir augnpot frá Edwards. Edwards potaði illa í auga Belal Muhammad í 2. lotu og var Muhammad ófær um að halda áfram. Muhammad vildi fá annað tækifæri gegn Edwards en fær greinilega ekki að þessu sinni.

Sigurvegarinn hér verður sennilega kominn ansi framarlega í röðinni um titilbardaga.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular