Nate Diaz snýr aftur í búrið í maí þegar hann mætir Leon Edwards. Bardaginn verður næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC 262 en verður engu að síður fimm lotur.
Nate Diaz hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Jorge Masvidal í nóvember 2019. Diaz mætir Leon Edwards á UFC 262 þann 15. maí í veltivigt.
🤫… #UFC262 pic.twitter.com/fKfFJpalr6
— UFC (@ufc) March 31, 2021
Þrátt fyrir að ekki sé um titil að ræða verður þetta fimm lotu bardagi. Þetta verður í fyrsta sinn sem UFC er með fimm lotu bardaga sem er hvorki aðalbardagi kvöldsins né titilbardagi.
Í aðalbardaga kvöldsins á UFC 262 mætast þeir Michael Chandler og Charles Oliveira um léttvigtartitilinn. Bardagakvöldið fer fram í Houston í Texas og verða áhorfendur í höllinni.
Check me out may 15th I’ll be headlining #ufc262 in Houston Texas I’ll also have the new UFC lightweight title fight on the card I need people to know these guys are they’ve been working very hard and I can’t wait to see who gets my old 👑 I’ll see uguys there 👊🏼
— Nathan Diaz (@NateDiaz209) March 31, 2021
Leon Edwards hefur ekki tapað síðan í desember 2015 en hans síðasti bardagi var dæmdur ógildur eftir augnpot frá Edwards. Edwards potaði illa í auga Belal Muhammad í 2. lotu og var Muhammad ófær um að halda áfram. Muhammad vildi fá annað tækifæri gegn Edwards en fær greinilega ekki að þessu sinni.
Sigurvegarinn hér verður sennilega kominn ansi framarlega í röðinni um titilbardaga.