Nate Diaz skrópaði á fjölmiðladaginn í dag. Diaz sagðist ekki nenna að mæta enda talaði hann við fjölmiðla í gær.
Nate Diaz snýr aftur eftir þriggja ára fjarveru frá búrinu þegar hann mætir Anthony Pettis á laugardaginn. Bardaginn er næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC 241.
Nate Diaz er þekktur fyrir að fara eigin leiðir. Hann hefur aldrei verið spenntur fyrir að fara í viðtöl og mætti ekki á stóra fjölmiðladaginn í dag. Í dag mættu flestir af bardagamönnum laugardagsins til að svara spurningum fjölmiðla.
Diaz lét ekki sjá sig þar sem honum fannst nóg að hafa talað við fjölmiðla í gær eftir opnu æfinguna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Diaz skrópar en hann mætti ekki á opnu æfinguna fyrir bardaga sinn gegn Rafael dos Anjos árið 2014.
Nate Diaz will not be attending today’s media day in Anaheim.
— Ariel Helwani (@arielhelwani) August 15, 2019
“Nate addressed the media at length yesterday after open workouts covering all topics,” Zach Rosenfield, a spokesperson for Diaz, told ESPN.
UFC is aware of Diaz’s decision.
Það var því fremur tómlegt þegar þeir Diaz og Anthony Pettis áttu að standa á móti hvor öðrum.
Pettis vs Not Diaz faceoff pic.twitter.com/BwBmssbBW3
— Ariel Helwani (@arielhelwani) August 15, 2019
Nate Diaz heldur áfram að fara sínar eigin leiðir en í gær kveikti hann í jónu á opnu æfingunni.