spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNate Diaz nennti ekki á fjölmiðladaginn

Nate Diaz nennti ekki á fjölmiðladaginn

Nate Diaz skrópaði á fjölmiðladaginn í dag. Diaz sagðist ekki nenna að mæta enda talaði hann við fjölmiðla í gær.

Nate Diaz snýr aftur eftir þriggja ára fjarveru frá búrinu þegar hann mætir Anthony Pettis á laugardaginn. Bardaginn er næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC 241.

Nate Diaz er þekktur fyrir að fara eigin leiðir. Hann hefur aldrei verið spenntur fyrir að fara í viðtöl og mætti ekki á stóra fjölmiðladaginn í dag. Í dag mættu flestir af bardagamönnum laugardagsins til að svara spurningum fjölmiðla.

Diaz lét ekki sjá sig þar sem honum fannst nóg að hafa talað við fjölmiðla í gær eftir opnu æfinguna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Diaz skrópar en hann mætti ekki á opnu æfinguna fyrir bardaga sinn gegn Rafael dos Anjos árið 2014.

Það var því fremur tómlegt þegar þeir Diaz og Anthony Pettis áttu að standa á móti hvor öðrum.

Nate Diaz heldur áfram að fara sínar eigin leiðir en í gær kveikti hann í jónu á opnu æfingunni.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular