spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNate Diaz rekinn úr UFC?

Nate Diaz rekinn úr UFC?

nate-diaz
Nate Diaz.

Nate Diaz hefur verið fjarlægður af styrkleikalista UFC. Hefur hann verið rekinn úr UFC?

Eins og við greindum frá fyrr í dag hefur TJ Grant verið fjarlægður af styrkleikalista UFC í léttvigt. Það ætti ekki að koma á óvart enda hefur hann ekki barist í tæplega ár og óvíst er hvort hann snúi aftur. Það kemur hins vegar verulega á óvart að Nate Diaz skuli einnig hafa verið fjarlægður af listanum enda barðist hann síðast í desember.

Nate Diaz hefur lýst yfir óánægju sinni í UFC og óskaði eftir því að fá betur borgað. Hann óskaði eftir að UFC myndi losa hann undan samningi en Dana White tilkynnti nýlega að verið væri að leita að bardaga fyrir hann. Þeir virtust hafa náð sáttum en gæti þetta verið merki þess að Nate Diaz sé á leið úr UFC? Diaz hafnaði á sínum tíma bardaga við Khabib Nurmagomedov að sögn Dana White en sjálfur neitaði Diaz þeim ásökunum.

Það er undarlegt að fjarlægja Diaz af styrkleikalistanum og einhver ástæða hlítur að vera fyrir því. Dana White, Diaz bræðurnir og umborðsmenn þeirra hafa lengi eldað grátt silfur saman og hugsanlega hefur White fengið nóg af Cezar Gracie liðinu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular