Tuesday, March 19, 2024
HomeForsíðaTJ Grant fjarlægður af styrkleikalista UFC

TJ Grant fjarlægður af styrkleikalista UFC

grant_tj
TJ Grant

TJ Grant átti að berjast við Ben Henderson um léttvigtarbeltið í fyrra en dró sig úr bardaganum vegna heilahristings. Nú er hann enn að glíma við einkenni heilahristings og hefur verið fjarlægður af styrkleikalista UFC.

Fyrir tæplega ári síðan var TJ Grant á allra vörum þar sem hann rotaði Gray Maynard og hafði þar með unnið fimm bardaga í röð í léttvigt. Rothöggið á Maynard veitti honum titilbardaga en nokkrum vikum fyrir bardagann þurfti TJ Grant að draga sig úr bardaganum þar sem hann hlaut heilahristing á æfingu. Lítið hefur heyrst í Grant síðan þá annað en að hann sé enn að glíma við einkenni heilahristings. Hann ætlar ekki að fara aftur af stað fyrr en læknar segja hann tilbúinn.

Í stað TJ Grant kom Anthony Pettis og sigraði hann léttvigtarmeistarann Ben Henderson. Upphaflega stóð til að Pettis myndi verja belti sitt gegn TJ Grant í desember en bardaginn var sleginn út af borðinu þar sem Grant var ekki tilbúinn. Grant vonast til að berjast í Halifax í Kanada í október á þessu ári.

UFC hefur nú fjarlægt Grant af styrkleikalista sínum í léttvigt þar sem hann sat í 4. sæti. Þetta þarf þó ekki endilega að þýða að Grant sé hættur eða hafi verið rekinn úr UFC þar sem hann gæti hafa verið  fjarlægður einfaldlega vegna óvissunnar um hans ástand.

Heilahristingur er auðvitað alvarlegt mál og margir glíma við einkenni eftir á lengur en aðrir. NFL leikmaðurinn Steve Young hætti á sínum tíma vegna heilahristings og einkennanna sem fylgdu í kjölfarið á högginu og TJ Grant gæti þurft að gera það sama. Það væri afar leitt að sjá Grant hætta á þessum tímapunkti því fram að heilahristingnum átti hann besta ár ferils síns.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular