Nate Diaz var að henda bombu á samfélagsmiðla rétt í þessu. Diaz segist ekki vera að fara að berjast í næstu viku gegn Jorge Masvidal þar sem eitthvað óvenjulegt hafi fundist í lyfjaprófi hans.
Nate Diaz átti að mæta Jorge Masvidal í aðalbardaganum á UFC 244 þann 2. nóvember. Diaz segir núna að hann sé ekki að fara að berjast.
Diaz segir að eitthvað óvenjulegt hafi fundist í lyfjaprófi hans og hann hafi verið með óvenjulega hátt magn af ótilgreindu efni sem hafi komið úr menguðu fæðubótarefni. Diaz segir að hann muni ekki keppa nema UFC og USADA lagi þetta.
Diaz segir að „þeir“ hafi lagt til að þetta yrði falið og myndi vera leyst eftir bardagann en hann hafði engan áhuga á að leggja orðspor sitt og arfleifð að veði enda er hann ekki svindlari að eigin sögn.
Þetta kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti enda stutt í bardagakvöldið. Óvíst er hvað UFC ætlar að gera eða hvort þetta leysist í tæka tíð. Þeir Diaz og Masvidal áttu að mætast í aðalbardaganum um svo kallað Baddest Motherfucker belti.
Your all on steroids not me pic.twitter.com/ykrZmRIoPS
— Nathan Diaz (@NateDiaz209) October 24, 2019